Sælir hugarar
Þegar þið smelltuð á þessa grein þá hélduði kannski að ég væri að fara að skrifa eitthvað um Ensku deildina eða eitthvað um hana en svo er aldeilis ekki ég ætla kynna fyrir ykkur skemmtilegan leik eða svona hálfgert tipp sem er allveg frítt og það er á netinu. Þessi leikur kallast draumadeildarleikur og er hann til í mörgum útgáfum.
En þú byrjar oftast með einhvern áhveðin pening sem að þú notar til að kaupa leikmenn í liðið þitt. Svo tildæmis ef að þú kaupir Henry í liðið þitt þá fær hann stig ef hann skorar svo um helgina og mínusa fyrir gul og rauð spjöld.
Ef að Henry skorar svo 2 mörk og fær gult spjald þá fær liðið einhver ákveðin plús stig fyrir að vera sigurlið og mínus fyrir gula spjaldið o.s.f.
Þessir leikir eru sumir mjög spennandi og skemmtilegir svo er það sigurliðið í draumadeildini eftir árið fær einhver verðlaun.
Svo og á mörgum hverjum svona síðum er hægt að skrá sig í einkadeild og þar er hægt að spila við vini sína og bara alla og svo er líka hægt að búa til sína eigin einkadeild.
Hér eru góðar íslenskar draumaliðssíður:
http://www.julli.is/soknarleikur.htm
http://www.draumadeildin.is
Kveðja bonzi!