Ertu gersamlega freðin manneskja?
United liðið er eiginlega bara YFIRFULLT af frábærum leikmönnum!
Förum aðeins yfir þetta, byrjunarliðið eins og ég hugsa það:
Roy Carrol: Kannski ekki bestur í heimi en hann er búinn að standa sig andskoti vel!
Gary Neville: Solid gaur sem að stendur vörnina fjandi vel, er oft góður fram og tekur magnaða crossara.
Rio Ferdinand: Þetta er án efa einn besti varnamaður í heimi! Stór og sterkur sem fer í alla hugsanlega bolta.
Mikael Silvestre: Nokkuð góður þegar hann er kominn í stuð en á það til að misskilja samherjana.
Gabriel Heinze: Búinn að vera frábær síðan hann kom til United.
Cristiano Ronaldo: Þessi drengur er bara snillingur! Veit ekki hvað ég get sagt meira um hann, á það reyndar til að hanga of lengi á boltanum en hann er ennþá ungur og ekkert sem ekki er hægt að bæta.
Ryan Giggs: Orðinn soldið gamall og farinn að hægjast svolítið. En hefur átt fjölmörg glæsileg ár hjá ManUtd og hann er bara svolítið lengi að komast í gang ;)
Roy Keane: Já þetta er nagli af bestu gerð. Samt orðinn gamall og er ekki að standa sig nógu vel.
Paul Scholes: Magnaður gaur sem skorar mögnuð mörk. Er búinn að vera hægur í gang en er allur að koma að mínu mati.
Ruud van Nistelrooy: Ótrúlegur náungi hér á ferð! Markaskorari af guðs náð og sannaði það endanlega með því að skora öll 4 fyrir mörkin United í Meistaradeildinni í kvöld!
Wayne Rooney: Ég dýrka þennan dreng! Einungis 19 ára en samt með betri leikmönnum Englands frá upphafi