Í lok apríl árið 1984 léku Fylkismenn við Ármann í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fór 3-2 fyrir Fylkismenn, sigurmarkið var nokkuð skrautlegt:
Markvörður Ármanns hafði náð boltanum af sóknarmanni Fylkis er sóknarmaðurinn hljóp inn í mark Ármenninga til að fá sér sopa af vatnsbrúsa sem þar var. Markvörðurinn rauk á eftir honum með boltann í fanginu og reif af honum brúsann, en fór yfir marklínuna með boltann í leiðinni. Dómarinn dæmdi umsvifalaust mark. Markvörðurinn mótmælti svo harkalega að honum var að lokum
vikið af leikvelli.

HAHA SNILD!!