Jæja, er soldið spenntur fyrir leiknum, 13 október milli Sverige og Íslands því að ég bý í Svíþjóð og er íslendingur.
Þetta verður spennandi. Svíþjóð er alveg pottþétt betra lið en við höfum heimavöllinn og Eið Smára. Svíþjóð er reyndar með Zlatan Ibrahimovic (Juventus), Fredrik Ljungberg (Arsenal) og Henrik Larsson (Barcelona) en ég held samt að Eiður Smári sé betri en allir þessir tæknilega. Allavegana betri en Zlatan sem er svona meira þannig manneskja sem býður inn í teig eftir góðri upplagningu og góðri sendingu og skorar svo. Mér finnst hann líka betri en Ljungberg og álíka jafn góður ef ekki bara betri en Larsson.
Þetta verður spennandi og ég meina….ef við gátum flengriðið Ítölum svona að þá ættum við að eiga soldinn séns í Svenskana.
Kv. StingerS