Já, þetta er hrikalega góður fótboltamaður og algjör töffari. Mamma hans og pabbi eru frá Bosníu og Króatíu en hann er fæddur og uppalinn í Svíþjóð og er því eiginlega Svíi. Hann ólst upp í þessu gettói í Malmö sem heitir Rosengård.
Hann er öruggur með sig en lítur ekki á sig sem betri manneskju en aðrir. Ástæðan fyrir því að hann fór ekki til Arsenal á æfingar var að hann langaði ekki í enska boltann. Er það hroki? Fólk ræður hvað það gerir.
Hann traðkaði jú ofan á van der Vaart í landsleiknum gegn Hollandi og bað hann afsökunar strax á eftir. Rafa fór hins vegar með þetta í fjölmiðlana og sagði að Zlatan hefði ekki beðist afsökunar og að hann hefði gert þetta viljandi. Hann krafðist opinberrar afsökunar. Skrítið að Zlatan fór ekki eftir kröfum hans?! Rafa var bara orðinn þreyttur á að Zlatan fengi alla athyglina, enda miki betri knattspyrnumaður.
Það voru nokkrir meðspilarar hans hjá Ajax sem voru fegnir að losna við hann, allt útaf þessu atviki með Rafa og þá voru þessir leikmenn vinir Rafa.
Dæmi um að hann sé ekki hrokafullur og sjálfselskur er að hann sagði sjálfur að Eiður Smári væri miki betri fótboltamaður en hann sjálfur og hann heldur upp á hann.
Ég á persónuleg tengsl við hann þannig að það þýðir ekki að rengja mig.