Já, okey :)… Er hingað komin til þess að segja öllum frá sjónarhóli mínu sem ungri stúlknu í knattspyrnu. Ég er semsagt, í 3.flokki stúlkna. Jafnaldrar mínir, strákar, eru í 4.flokki. Er ekki alveg viss um afhverju, kannski einhverjir strákar geti svarað þeirri spurningu :)! En ætli það sé ekki eitthvað tæknilegt atriði. En til þess að allir verði ekki niðurdrepnir strax þá ætla ég að koma með eitt skemmtilegt, jákvætt atriði. Þegar ég fer (FÓR, aðallega) í fótbolta með strákunum í fótbolta, vanmettu þeir mig svo að ég var oftast bara drullugóð :)… En það skemmtilegasta er þegar ég fer með blönduðum aldri, og stóru strákarnir koma. Þá keyri ég oftast í þá, tækla þá, þeir detta og allir hlæja :)… Stelpur eru þið ekki sammála þessu??? En nú ætla ég að koma með neikvæð atriði sem ég man eftir: númer 1. Strákarnir (í þessu félagi) þurfa að borga MIKLU minna heldur en við stelpurnar, í bara öllu nánast (eins og það sé bara miklu meiri líkur að það verði einhver framtíð í þeim sem fótboltamönnum, brjóta stelpurnar niður, er það markmið félagsins?). númer 2. Það koma miklu færri að horfa á hjá stelpunum (Það er náttúrulega ekki hægt að skammast yfir því á þessum aldri, en þegar 1.flokkur kvenna er að keppa þá eru annarhver foreldri viðstaddur!) númer 3. Dómgæslan er ÖMURLEG! hjá okkur allaveganna. En ég tek oftast eftir því í útileikjum ;)… Númer 4. 2 mín. pása í hálfleik, bæði hjá okkur og stelpunum í 1.flokki… Ekki er það þannig hjá strákunum, neinei! Þeir fá 10-15 mín.!
En það er eiginlega ekki hægt að kvarta yfir öllu. En, nú tala ég til strákanna, þið fáið MIKLU meiri stuðning heldur en við stelpurnar. En verst af öllu finnst mér þegar við verðum að keppa á móti jafnaldra strákum. Seinast þá unnu þeir okkur 6-0 (ég þori að viðurkenna það :)!)… En ég vil taka það fram að þetta var 11 manna bolti og við höfðum þá ekki (ALDREI Í LÍFINU!) spilað 11 manna bolta…
Það sem ég vil uppskera úr þessari grein er að strákarnir geri sér grein fyrir þessu og ég vil heyra skoðanir. Annars geti verið að ég fari með nokkur vitlaus orð :) (alveg geggjað fornmælt) og þá ætla ég að leiðrétta það ef ég fæ komment á það,,, takk fyrir mig… :)