Wanye Rooney gengur til liðs við Manchester United
strákurinn skrifaði undir 6 ára samning.
Manchester United hefur staðfest kaup félagsins á Wayne Rooney. Wayne skrifaði undir 6 ára samning sem rennur út 30. júní 2010.
Kaupverðið er 20 milljónir punda. Helmingurinn greiðist núna og hinn helmingurinn greiðist 1. agúst 2005. Þar að auki er möguleiki á að Everton geti fengið allt að 7 m.p á næstu árum, en það fer eftir árangri Manchester United, framlengingu Rooney á núverandi samningi sínum og fjölda landsleikja. Verði Rooney en í herbúðum United 30. júní árið 2007 fær Everton 3 milljónir punda.
Rooney er talinn fá um 50.000 pund á viku fyrir sinn snúð
Sir Alex Ferguson tjáði sig um málið í dag: “Ég er hæstánægður með kaupin, ég held að við höfum verið að næla okkur í efnilegasta leikmann Bretlands síðastliðin 30 ár”
David Gill, stjórnarformaður United var í skýjunum, sagði að drengurinn væri stórkostleg viðbót fyrir United og ætti eftir að eiga mörg frábær ár á Old Trafford.
Wayne Rooney sagði: “Það var erfið ákvörðun að yfirgefa Everton, klúbbinn sem ég hef stutt og spilað með alla ævi. Ég er hinns vegar mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við eins stórt lið og Manchester United. Ég held að þetta geti aðeins fleytt ferli mínum lengra, að spila með top leikmönnum og að spila í Meistaradeildinni getur aðeins gert mér gott. Ég get ekki beðið eftir því að hitta leikmennina”
Rooney verður formlega kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United á miðvikudag og var honum úthlutað númerið 8.
Fróðleiksmolar:
* Rooney verður 19 ára þann 24. október næstkomandi.
* Rooney spilaði sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni 17. ágúst 2002 á móti Tottenham á Goodison Park.
* Rooney varð yngsti markaskorari Úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði á móti Arsenal 19. október þá aðeins 16 ára.
* Rooney varð yngsti landsliðsmaður enska landsliðsins fyrr og síðar þegar hann kom inná sem varamaður á Upton Park í leik á móti Ástralíu.
* Rooney er yngsti markaskorari enska landsliðsins, markið kom á móti Makedóníu í september 2003, þá var Rooney aðeins 17 ára.
* Rooney hefur skorað 9 mörk í 17 landsleikjum fyrir England
Heimild: manutd.com