Mér er hjartanlega sama hvort enginn hafi verið að tala við mig, þetta er, allavega síðast þegar ég vissi, opið spjall.
Jæja? líttu bara á leikmannahóp liðana, það er hvorki Owen, Fowler né Heskey eru hálfdrættingar á við Kluivert eða Dani, miðjan hjá L'pool nær ekki upp í takkana á Rivaldo, Luis Enrique og Pep Guardiola.
“ekkert lið sem er mörgum gæðaflokkum fyrir ofan eitthvað lið tapar gegn því”
Þetta er svo vitlaust að það gerist ekki vitlausara. Nánast í hverri viku gerist það að botnliðin vinna toppliðin, svo gerist það á hverju pre-seasoni að topplið tapa fyrir óþekktum smáliðum, t.d. Töpuðu Arsenal og Man Utd. fyrir utandeildarliðum í fyrra eða hitt í fyrra.
Líttu svo á öll þessi neðrideildar lið sem komast í semi finals í bikarnum. Fullkomin dæmi um gian killers.
Barcelona er eitt af 5 bestu liðum í heimi, en það er L'pool alls ekki, langt því frá, en Barca hafa verið að spila mjög illa í ár, og það er akkúrat þess vegna sem þjálfari þeirra var rekinn í gær.
Ég vona ekkert að L'pool gangi illa af því að ég er fúll útaf Bayern leikjunum, ég vona það hinsvegar af því að ég hata L'pool, hef alltaf gert það, og ekki nóg með það heldur þoli ég ekki áhangendur liða sem kaupa og kaupa og kaupa og fara svo að rífa og derra sig í garð annara liða.
L'pool eru gott dæmi um keyptan árangur.<br><br>Kveðja
Halldór Þormar
-droole