Svo gæti farið að karlalið ÍBV í knattspyrnu myndi taka þátt í Evrópukeppninni næsta sumar þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið sér rétt til þess á síðasta keppnistímabili. Íslensk lið eru það prúð á velli og fer því eitt íslenskt lið í svokallaðann “Fair Play” hatt. ÍBV fer í þennan hatt fyrir Íslands hönd ásamt 8 öðrum liðum víðsvegar úr Evrópu. Eitt lið verður dregið upp úr þessum hatti og fer sjálfkrafa í Evrópukeppni félagsliða. Hvít Rússar eru prúðastir og fer eitt lið úr þeirri deild beint í þessa keppni ásamt einu af þessum átta liðum sem eru í hattinum.
U-21 landslið Íslands á reyndar eftir að keppa einn leik áður en dregið verður og ef þeir spila mjög gróft í þeim leik og safna mikið af spjöldum getur ÍBV dottið út úr þessum hatti en ég reikna nú ekki með að það gerist.