Ég er ekki alveg viss um hvað ykkur finnst, en mér finnst ítalski boltinn vera á niðurleið, þó að það hafi aldrei verið neitt rosalega skemmtilegt að horfa á hann sökum mikils varnarleiks. En fyrir nokkrum árum þegar ítalski boltinn blómstraði gjörsamlega og ítölsk lið unnu 8 evrópumeistaratittla af 12 mögulegum og komust þeir 10 sinnum í úrslit. Það er kannski það að hinar deildirnar eru búnar að ná ítölsku liðunum, þ.e.a.s. enska og spænska. Í átta liða úrslitum evrópukeppninar fyrir 9 árum voru 4 ítölsk lið í átta liða úrslitunum, en núna er ekkert, einungis 4 frá Englandi,3 frá Spáni, 1 frá Tyrklandi og eitt frá Þýskalandi. En ég vill segja, sennilega eins og sumir, það er of mikið kaup æði í gangi þarna á Ítalíu og útlendingar orðnir alltof margir. Á þessu tímabili eru um 35% útlendingar í deildinni.
P.S ég held mikið uppá ítalska boltann og held með Juventus.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian