Fylkir - ÍBV: Gylfi Orrason skeit á sig!
Ég ætlaði svo sem ekkert að tjá mig um leikinn annað en að einn af okkar virtustu dómurum Gylfi Orrason gerði sig sekan um mjög slæm mistök þegar hann flautaði víti á Val Fannar Gíslason fyrir eina af glæsilegri varnarvinnum sem sést hafa lengi. Tæklingin var ákaflega “clean” og fagmannleg en Gylfi sá ekki einungis ástæðu til að flauta víti heldur sýndi hann Vali Fannari rauða spjaldið í þokkabót. Það er langt síðan ég hef séð jafn alvarlegt rangmat hjá dómara nokkurs staðar (aðallega vegna þess að maður hefur verið að horfa á EM þar sem dómarar eru í heimsklassa) og ef að hann er FIFA dómari þá er það mjög slæmt mál. Ég skal nú viðurkenna að ég er Fylkismaður en ég veit nú alltaf hvenær dómarinn er að gera tóma vitleysu og yrði ég fyrstur til að viðurkenna það ef Eyjamaður hefði fengið reisupassann í þessu tilviki. Þetta var hreinasta lágkúra og ef bannið sem Valur Fannar mun fá fyrir þetta rauða spjald verður ekki afturkallað þá er verulegt ranglæti í gangi hér! Sveiattan Gylfi!