Uss, dómarinn gerði þrjú afdrifarík mistök.
Ég hélt að þetta væri bara svekkelsi í mér sem stuðningsmanni Chelsea, eða ofsjónir. En nei, Ibarra sem skoraði annað marka Monaco viðurkennir að hafa skorað með hendinni eða eins og það var kallað hér forðum “hönd Guðs”. Didier Deschamps viðurkennir einnig að þeir hafi verið heppnir þar sem í markinu hjá Morientes hafi Giuly verið rangstæður og haft áhrif á leikainn þar sem Chelsea vörnin var að spila hann rangstæðan, þetta var rangstæða þó að maðurinn snerti ekki boltan þar sem hann var of nálægt sendingunni. Hins vegar var Crespo sloppinn einn í gegn undir lok leiksins og var kominn í dauða færi en var ranglega dæmdur rangstæður. Það má því segja að heilladísirnar hafi verið okkur hliðhollar, segir Didier Deschamps þjálfari Monaco.

Ég er búinn að týna slóðanum á viðtalið við Didier en hér er viðtalið við <a href="http://football.guardian.co.uk/championsleague/story/0,13885,1210615,00.html“>Ibarra</a> <br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Trying is the first step towards failure.</i><br><hr>
<b><font color=”Blue“><a href=”http://www.chelsea.is/">ÁFRAM CHELSEA!!!</a></b></font