Það er ekki til neitt áhugamál um spænska boltann þannig ég ætla bara að senda þetta hingað þar sem þetta virðist vera eina virka knattspyrnuáhugamálið. En já ég vildi bara óska mínum mönnum í Barcelona til hamingju með frækinn sigur á erkifjendunum í Real Madrid. Svona til að gera sigurinn enn sætari þá var þetta á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid fyrir þá sem ekki vita. En lokatölur 1-2. Solari kom heimamönnum yfir, Kluivert skorar eftir að hafa verið inná í mínútu eða eitthvað svoleiðis og svo rekur Xavi Hernandez smiðshöggið eftir glæsilegan undirbúning galdramannsins Ronaldinho. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid á útivelli síðan 1. nóvember 1997 og það var kominn tími til að vinna þá :)

Áfram BARCA :D
<br><br>kv. Geithafur

<a href="http://www.titleist.com“>Titleist</a><font color=”#FF0000“>#1 ball in golf</font>

<i><font color=”#000080“>Titleist</font> <b>ONLY</b> the best for the <u><b>BEST</u></b></i>

Hver man ekki eftir <a href=”http://templeimages.free.fr/images/1htm/ecole.htm">Arnarskotinu</a