ég skil alveg hvað þú ert að segja, en svo við horfum á þetta miðað stöðu mála eins og hún er núna, ekki eins og hún gæti verið, eða hún hefði átt að vera.
Þar sem Newcastle vann leik sinn við Chelsea þá voru þessi þrjú stig mjög mikilvæg.
Þú sagðir að bæði lið væru ekki að keppa að neinu, Liverpool ER að berjast um 4 sætið og United er ER að berjast um annað sætið og í þeirri baráttu skipta 3 stig máli, þú getur snúið útúr þessu eins og þú vilt, en það er mjög einföld staðreynd.
Eins og þú bendir réttilega á þá hefur liverpool ekki verið að standa sig mjög vel og hafa verið að tapa leikjum sem þeir eiga að vinna og því eru allir sigra kærkomnir sama hvort þeir eru að spila við United eða Wolves.
Ef að Liverpool ætlar að laða til sín einhverja leikmenn í sumar þá er lífsnauðsynlegt fyrir þá að komast í Meistaradeildina.
Annars ætla ég ekki að svara þér oftar, þú ert að svara eins og versta troll, snýrð útúr og talar í hring, við vitum það báðir að það sem þú ert að segja er að mestu leyti bull.
“ég sé ekki annan möguleika en að lokaleikurinn verði úrslitaleikur (sem ég hef einmitt verið að spá síðan eftir áramót)”
Nei þú sérð ekki annan möguleika, ég sé þann mögulleika að ef liverpool hefði tapað þessum leik og Newcastle unnið sinn leik og síðan Úlfana þá hefði munað 6 stigum og 3 leikir eftir.
Ég veit náttúrulega ekki hvort þú ert gæddur einhverjum yfirnáttúrulegum spádómshæfileikum og getir séð úrslit fyrirfram í enska boltanum og ef það er eitthvað varðandi úrslit í næstkomandi leikjum sem þú veist en ekki við hin, þá biðst ég forláts.
en þar sem þú ert ekki einhverstaðar í hitabeltinu að sleikja sólina og drekka kokteila fyrir alla peningana sem þú hefur unnið þér inn með því að tippa á leiki þá ætla ég að gera ráð fyrir því að þú búir ekki yfir þessum hæfileikum og lifir í sama heimi og við hin, þar sem 3 stig skipta máli í keppnum sem þessari.
“Anon: ok þá skal ég útskýra þetta beint út. Lið sem vinnur ca 2 af hverjum 6 leikjum (eins og Liverpool er að gera núna í lokin) tel ég varla vera að berjast um eitt eða neitt”
Nei, en má ég banda þér á íþróttahluta mbl.is þar getur þú skoðað stöðuna í deildinni og þar sérðu að Liverpool er sem stendur í 4 sæti sem gefur sæti í meistaradeildinni (gott að fara þangað"
hefðu þeir tapað þessum leik þá væru þeir í 6 sæti (en það sæti gefur einmitt ekki sæti í Meistaradeild Evrópu)
Sama hvað þínum skoðunum og spádómum líður þá held ég það sé annars ágætis sátt um það meðal knattspyrnuunnenda að Liverpool sé að berjast um eitthvað, og ég held að við verðum bara að vera sammála um það að þú ert greinilega ósammála flestum þessara manna og kvenna.
Svo vil ég líka minna þig á það að þetta er ekki eins og Manager þar sem þú getur ýtt á save fyrir leiki og spilað síðustu umferðirnar uppá nýtt.
Anon: já takk fyrir að benda á “manager” sem ég geri ráð fyrir að í þessu tilfelli sé Championship Manager.
Ég er nú því miður ekki forspár en fyrir mér hefur þetta bara verið svo augljóst, ManUtd nær ekki Chelsea og Liverpool-Newcastle 15 maí verður úrslitaleikur. Bara “gut fealing”.
Ég hef ekki snúið útúr einu eða neinu, bara haldið fram mínum eigin skoðunum, sem eru meðal annars þær að 15 maí verður úrslitaleikur um 4 sætið, (s.s. það mun muna 3 stigum eða minna á Liverpool og Newcastle). Auðvitað eru stigin fyrir leikina sem koma þarna á milli mikilvæg, en mér er bara nákvæmlega sama um þessa leiki, hingað til hefur “baráttan” um 4 sætið verið ansi jöfn, ef Liverpool kemst í þá aðstöðu að stinga af fara þeir að tapa og öfugt. Ég bara leyfi mér að trúa því að svoleiðis haldi hlutirnir áfram.
Kannski var heimskulegt að segja að Liverpool væri ekki í neinni baráttu, en það kom bara af þeirri trú minni að úrslit þessara leikja skipti í rauninni engu máli (sem þau auðvita gera en…), 15 maí verður úrslitaleikur og ef ekki, þá leit ég alltaf á það þannig að Liverpool væri aðilinn sem myndi detta útúr baráttunni. Svo síðan um áramótin (eða þar um bil) hef ég bara verið að bíða eftir þessum eina leik.
0