Ef þeir halda áfram að hlaða svona inn leikmönnum þá springur þetta. Eru komnir brestir strax, þar sem Joe Cole hefur sagst vilja fara til þess að eigi meiri möguleika á landsliðssæti og það er líka talið að Makalele sé á leiðinni burt í sumar þar sem hann hefur ekki staðið undir væntingum. (Reyndar á Gerrard að koma í staðinn fyrir hann). Það fá bara 11 að spila í einu, þeir sem fá ekki að spila reglulega detta úr leikæfingu og spila þá illa þegar þeir fá loksins að spila og verða því seldir. Þeir sem koma til Chelsea bara til þess að fá borgað vel, hafa þá kanski ekki þann metnað til þess að halda sér í formi og spila því illa. = verða seldir. Sama hvert liðið er, ekkert lið getur haldið svona mörgum stjörnum eins og Chelsea er að reyna. Leikmennirnir missa líklega að lokum þolinmæðina og vilja þá fara til þess að fá meiri ábyrgð.
Einnig er ekki hægt að líkja Real Madrid við Chelsea. Madrid kaupir að vísu stjörnur dýrumdómi, en það hefur venjulega bara verið ein á ári. Þessir leikmenn sem þeir kaupa fara allir í byrjunarliðið og fá talsverða ábyrgð strax. Madrid er ekki í sömu róteringum og Chelsea, með 2-3 menn í hverri stöðu.