Jæja á morgun, föstudaginn 27 febrúar 2004 þá er ég að fara til Lundúna til að fara á leik Arsenal og Charlton á laugardaginn. Ég var svona að pæla í hvernig þið haldið leikurinn fari. Ég persónulega held að Arsenal vinni þar sem þeir hafa verið að spila frábæran bolta að undanförnu. Gilberto Silva og Ashley Cole voru meiddir gegn Celta Vigo í vikunni og ég vona að þeir verði klárir í slaginn á laugardaginn þegar þeir mæta Charlton. En annars ættu þeir að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Edu hefur komið sterkur inn á miðjuna og skoraði 2 mörk gegn Celta, annað markið var alveg frábært. Reyes er að koma til eftir fremur slaka byrjun og Henry er alltaf frábær. Vörnin er góð sem og miðjan.

En Charlton eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir leikmenn Arsenal en ég spái Arsenal 3-1 sigri í þessum leik. Charlton byrjuðu vel en hafa verið að gefa eftir enda misstu þeir lykilmann að nafni Scott Parker til Chelsea. En já á morgun fer ég til London ásamt föður mínum og ætlum við að vera mættir stundvíslega á Highbury, laugardaginn 28. febrúar 2004.
<br><br>kv. Geithafur

<a href="http://www.titleist.com“>Titleist</a><font color=”#FF0000“>#1 ball in golf</font>

<i><font color=”#000080“>Titleist</font> <b>ONLY</b> the best for the <u><b>BEST</u></b></i>

Hver man ekki eftir <a href=”http://templeimages.free.fr/images/1htm/ecole.htm">Arnarskotinu</a