Hvernig fannst ykkut leikurinn? Mér fannst hann geðveikur en hefði getað verið betri dómgæsla; dæmdi heldur lítið á bæði lið, en allavegana dæmdi hann þannig allann leikinn og jafnt á bæði lið… Kv.Sammi
þetta var einn skemmtilegasti leikur liverpool sem ég hef séð og það var mikil spenna. en ég hefði nú viljað sjá einhver mörk t.d. þegar hamann átti dúndurskot en martin varði meistaralega.. :P
HAHAHAHHA ef þetta var ekki rautt spajald á hippía þegar hann braut a radinski þá veit eg ekki hvað…ég tel að leikurinn hefði breyst soldið mikið þá..enn það er bara mín skoðun að dómgæslan “VAR” ömurleg.
Já og mér fannst það EKKI vera rautt spjald. Ekki frekar en það var víti á Ferguson þegar hann henti Hyppia í vítateignunm. Dómarinn leyfði smá hörku en ekkert of mikið, mér fannst þetta bara góður leikur allt í allt….
Fremsti sóknarmaður hleypur þvert fyrir varnarmann sem gerir ekkert nema mögulega reynir að forðast snertingu. Það er í það minnsta nokkuð augljóst að dómarinn sá lítið að þessu. Og það er ekki hægt að segja að dómarinn hafi verið heimadómari, á “góðum” degi hefði hann gefið Liverpool 1-2 vítaspyrnur. Og já, ég held með Liverpool.
það þarf líka að taka það með í reikninginn að það er rautt spjald þegar varnarmaður brýtur á sér þegar sóknamaður er kominn einn í gegn og er í færi. Hann hefði aldrei náð þessum bolta, fyrir utan það að þetta var árekstur.
En aftur á móti get ég verið sammála því að það hefði átt að dæma þarna aukaspyrnu, og í versta fallið Hyppia fengið gult.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..