1. Ég man eftir því þegar Leeds (undir stjórn David O'Leary) gerði þetta gegn okkur fyrir nokkru síðan, tveimur árum að ég held. Ég var einmitt mjög pissed og hneykslaður þá, svo ég skil vel að Villa fans séu það núna. Þá var hins vegar ekkert gert úr því, engin blaðaskrif eða læti, eins og virðist vera núna, og ég fékk einmitt enga skýringu á því þá hverjar reglurnar eru.
2. Samkvæmt ummælum dómarans þá spyr hann í svona tilvikum “Viltu fá vegginn tíu yarda frá boltanum eða viltu taka spyrnuna fljótt?”. Henry vildi taka spyrnuna fljótt og fékk að gera það. Hann spurði Angel sömu spurningar, en Angel vildi 10 yardana, og í því tilviki þarf að bíða eftir flautunni því að dómarinn þarf þá að vera að skipta sér af veggnum og sjá til þess að hann sé nógu langt í burtu. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að Arsenal-leikmennirnir pössuðu sig á því að standa fyrir framan boltann þegar Villa fékk aukaspyrnur, þá er erfiðara að taka þær fljótt, og ef leikmaðurinn sem tekur aukaspyrnuna vill 10 yardana og þeir þurfa að færa sig, þá þarf að bíða eftir flautunni. Og jú, þetta hefði staðið ef það hefði verið á hitt markið, þ.e. ef Arsenal-menn hefðu gert þau mistök að gefa Villa færi á að taka aukaspyrnu fljótt á hættulegum stað. Dómarinn er alveg samkvæmur sjálfum sér.