nú er Luton að reyna að fá Sigurdsson í botnbaráttuna. Megson tefldi pilti náttúrulega fram í síðustu leikjum til að fá einhvern pening, enda sagst vilja selja pilt. Sosum ekki skref upp á við. Kristján bróðir hans kominn úr Stoke í KA til Todda frænda síns.
Annars er eitthvað voða mikið að gerast í kaupum og sölum á Bretlandi þessa dagana. Algjört Kolaport.
Spurning: Á Atli að velja Guðna Bergs í landsliðið?
Mér finnst að hann ætti kannski að fara huga að því að velja liðið fyrir Búlgaríuleikinn, kannski æfa pínkupons. Búlgarar eru held ég búnir að velja sitt lið og ætla sér sigur. Þurfum við ekki líka að taka hlutina pínu alvarlega?