Ég hef nú ekki tekið eftir því að Valtýr eða nokkur annar lýsir hafi óbeit á Manutd, það er frekar að þeir hafi ást á Manutd. Það er nú ekki eins og það séu ekki sýndir nógu andskoti margir leikir með Manutd þarna á Sýn. Það eru t.d. nánast allir Meistaradeildar leikir Manutd sýndir, með leiknum í kvöld verður búið að sýna 8 af 11 leikjum Manutd í keppninni, þó að eina stórliðið sem þeir séu búnir að lenda með í riðli sé Valencia. Aðeins hafa verið sýndir 6 af leikjum Arsenal sem hafa verið með liðum eins og Lazio, Bayern og Lyon í riðlum.
Ég er sammála þér að nánast öllu leyti með lýsana, Snorri og Arnar eru bestir en allir hinir eru hörmulegir.
Valtýr hefur alveg ótrúlega leiðinlega rödd, hann er með ömurlegan aulahúmor, auk þess sem hann virðist ekki hafa mikið vit á enska boltanum, oft þegar hann er að lýsa leikjum fer hann að þvaðra um það hvaða Íslendingar eru að spila hverju sinni og hvernig þeim gengur, svo er hann að þylja upp einhverja eldgamla tölfræði og svo fréttir sem hann hefur prentað út af Teamtalk og eru yfirleitt algjört rugl, hann er ekki í íþróttafréttum hann á að lýsa leiknum, ekki að vera að segja okkur hvern Manutd hefur áhuga á að kaupa. Hann öskrar líka of mikið.
Gaupi er bara lélegur og einhæfur lýsir, hann notar sömu frasana aftur og aftur, hann hefur ekki neitt vit á fótbolta, hann gerir oft það sama og Valtýr, þ.e. fer að þylja upp fréttir í staðinn fyrir að lýsa leiknum. Hann hefur þann löst sem hrjáir alla íslenska lýsa, hann er ótrúlega hlutdrægur þegar að leikjum “íslendingaliða” kemur, það er eins og að íslenskum lýsum finnist allt í lagi að halda með þeim liðum sem að Íslendingur er að spila með. Hann öskrar líka of mikið.
Hörður er með leiðinlega rödd, hann öskrar alveg fáránlega mikið í hverjum leik, nánast alltaf þegar boltinn kemur inná teig byrjar Hörður að öskra. Hann er líka sérstaklega hlutdrægur þegar “íslendingaliðin eru að spila”.
Snorri og Arnar eru fínir og hef ég ekki margt um þá að segja, Arnar á það til að vera hlutdrægur sérstaklega þegar hann lýsir leik með Leeds en það er það eina.
Mér finnst að það ætti að vera regla hjá þessari íþróttadeild að lýsar lýsi ekki leikjum sem að liðið þeirra er að spila í. <br><br>jogi - smarter than the average bea
jogi - smarter than the average bear
Já ég er nokkuð sammála ykkur með það að lýsarnir eru alltof hlutdrægir, Valtýr og Snorri með Man. Utd, þó Snorri nái að passa sig mikið betur, Gaupi og Hörður með Liverpool, meira að segja Liverpool aðdáendur sem ég þekki finnast þeir of grófir með sínum liðum. Arnar finnst mér passa sig svo mikið á að vera ekki hlutdrægur með Leeds að það verður oft algjör andhverfa, hann rakkar þá, og reyndar alla niður ef eitthvað fer ekki eins og það á að fara en ef Leeds spilar vel þá verður hann óþolandi hlutdrægur með þeim. Það eina sem hægt er að gera í þessu er að láta menn lýsa leikjum þar sem þeirra lið takan engan þátt í.
Annar stór galli hjá þessum mönnum, sérstaklega Gaupa, Herði og Valtý er að þeir afla sér oft bara upplýsingum um sín lið og gleyma að segja fréttir af öðrum liðum og fer það mest í taugarnar á mér, ásamt því þegar Valtýr er að reyna að kenna að spila fótbolta í útsendingu, en eins og allir vita hefur maðurinn lítið sem ekkert vit á þessu!
0
Valtýr með United?
HAHAHA..Hann er Poolari..spurðu hann bara…
Alltaf þegar Beckham brýtur af sér þá fara þeir að tauta..tja þetta væri nú rautt spjald ef einhver annar ætti í hlut og eitthvað BULL.
Svo líka eitt. Það virðist eins og sá sem ræður yfir ensku deildar áhugamálinu hér á huga (eggertsae) hafi mikið óbeit á United. Í tenglunum er bara talað um liverpool.is og leeds.is en ekki united.is eða einhver önnur félög sem hafa komið sér upp heimasíðu. Það á ekki að gera svona upp á milli liða, ekki hafa neitt lið þarna í tenglum, hafa bara hér eru tenglar nokkura liða í ensku deildinni, og þar hafa öll liðin.
0
Reyndar þó að Valtýr haldi kannski ekki með Man.Utd þá er hann frekar hlutdrægur sko og talar altlaf um Man.Utd eins og þeir séu alveg ómistækir og geri allt rétt.
En ég er ekki sammála joga um það að Hörður sé leiðinlegur, mér finnst hann vera að koma mjög sterkur inn og það að horfa á leik með honum og/eða Loga er bara hreynasta snilld!
Gaupi er náttúrulega ömurlegur!! Shit hvað það er óþolandi að horfa á leik með honum ég nenni næstum því ekki ap horfa á leiki þar sem hann er að lýsa.
Arnar og Snorri eru mjög svipaðar týpur þeir vita mjög mikið um fótboltann og hafa verið lengi að fylgjast með þessu og geta vitnað í e-ð sem þeir vita en ekki bara það sem er fyrir framan þá á blaði eins og t.d. Valtýr Björn sem ég ætla nú ekkert að fara meira útí vegna þess að það eru svona næstum því allir búnir að taka hann fyrir :)
<br><br>Quashey \ quashey@fask.org \ www.quashey.fask.org
kv. <a href=“mailto:gummi@fask.org”>quashey</a>
0