Það er nú bara hlægilegt að þú skulir segja að Man. Utd aðdáendur séu uppfullir af hroka. Ég hef ekki orðið var við neitt nema hroka hjá þér, og var ég einmitt að hugsa um hve hrokafullur þú værir, áður en ég las þennan póst.
Hatur þitt í garð Manchester United er augljóslega mikið. Ég get nú vel skilið það, vegna þess að þú ert Arsenal maður, og mitt lið, Manchester United, hefur oftar en ekki hrifsað titilinn af Arsenal. Manchester United er með betra lið, og mun ríkara félag þar að auki. Þess vegna skil ég pirringinn í þér, og vænti ég þess að þú eigir eftir að svara þessum pósti mjög pirraður vegna þess að ég segi að Man. Utd sé betra lið.
En ef þið viljið fá mitt álit á dómnum, þá finnst mér hann vera hreint út sagt hlægilegur. Maður veit ekki hvort að maður á að hlæja eða gráta yfir þessu, vegna þess að þetta er svo heimskulegt að það hálfa væri nóg, en því fylgir líka að einn besti varnarmaður Manchester United fær 8 mánaða bann.
Leikmaður Manchester City fékk aðeins lága sekt fyrir samskonar brot, og ég segi „lága“ vegna þess að ég miða við þá sekt sem Rio Ferdinand fékk. Leikmaður City liðsins, fékk ekki heldur neitt bann, en Rio fékk 8 mánaða bann. Sjáið þið virkilega ekki hversu fáránlegt þetta er?
Rio Ferdinand bauðst til þess að mæta í lyfjaprófið daginn eftir, og hann gerði það líka tveimur dögum eftir að hann átti að mæta í prófið, á Carrington. Hann stóðst líka prófið, og ef um lyf hefði verið að ræða í líkama Ferdinands, þá hefði líkami hans engan veginn verið búinn að jafna sig eftir notkunina.
Ég er ekki að segja það að Rio sé saklaus, vegna þess að hann var dæmdur fyrir að mæta ekki í prófið, og hann mætti vissulega ekki í prófið. En dómurinn er aftur á móti alltof hár.<br><br>_____________________
<i>Hét áður „Cracked“.</i>
- <a href="
http://www.nerdfucker.com“>Heimasíðan mín</a>
- <a href=”mailto:hlynzter@hotmail.com">My e-mail</a