-ARSENAL-FULHAM-
Ray Parlour er kominn til baka eftir leikbann hjá Arsenal sem að gefur þeim aukna möguleika á miðjunni. Fulham aftur á móti hafa komið mjög á óvart og verða allir heilir hjá þeim. Þeir náðu að vinna Man Utd á Old Trafford en ég held að það verði ekki það sama uppi á teningnum í þetta sinn.

Í hnotskurn: Arsenal halda sínu striki og bursta Fulham 4-0. Thierry nokkur Henry mun spila vel að vanda og setja tvö kvikindi og Dennis Bergkamp eitt, það skyldi þó ekki vera að Sol Campbell setji eitt með skalla.


-CHELSEA-MAN UTD-
Þetta er án efa einn af stórleikjum ársins í enska boltanum.
Vörn Chelsea hefur verið feykisterk í síðustu leikjum og þeir hafa haldið hreinu í fimm leikjum í röð. Það er lítið um meiðsli hjá Chelsea og aðeins Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær meiddir hjá Man Utd.

Í hnotskurn: Chelsea vinna þennan leik með eins marks mun. Það er erfitt að spá fyrir um tölur en ég segi 2-1 og það verða Eiður Smári og Mutu sem skora fyrir Chelsea en Giggs fyrir Man Utd.


-LIVERPOOL-BIRMINGHAM-
Liverpool unnu Steuea Bucharest í vikunni 1-0 á anfield þar sem Dietmar Hamann spilaði allan leikinn. Það er mikið um meiðsli í herbúðum Liverpool um þessar mundir. Jaimie Carragher, Michael Owen, Milan Baros, Steve Finnan og Stephane Henchoz sem að er tæpur. Þetta þýðir að Liverpool hefur ekki marga möguleika í sókninni né hægri bakvörðinn. Birmingham hefur ekki gengið nægilega vel upp á síðkastið og gengið illa að skora.

Í hnotskurn: Þetta verður ekki mikill markaleikur. Liverpool vinnur 1-0, Harry Kewell skorar aftur sigurmarkið.


-MAN CITY-MIDDLESBROUGH-

Þetta er virkilega erfiður leikur að spá fyrir um því að bæði lið eru mjög misjöfn. City vinnur einn daginn með þrem mörkum en tapa þann næsta fyrir Leicester á heimavelli með sama mun. David Seaman er að mínu mati ekki markvörður í úrvalsdeildar klassa og þurfa City menn nauðsynlega á markmanni að halda í janúar. Þeir hafa ekki skorað í þrem leikjum í röð og það er áhyggjuefni. Sjálfstraustið hjá þeim er ekki uppá það besta eftir að hafa dottið út á móti einhverju skítaliði ú UEFA keppninni. Boro eru að spila vel varnarlega og hafa aðeins fengið á sig tvö mörk í síðustu 6 leikjum. Sóknarleikurinn hefur hinsvegar verið frekar bitlaus og Michael Ricketts ekki verið að finna netmöskvana. Mér finnst einhvern veginn eins og Boro þurfi einhvern góðann striker sem að getur skorað 12-18 mörk á hverju tímabili. Ekki bara 5 miðlungs góða.

Í hnotskurn: Þetta verður skemmtilegur leikur sem að endar 0-2
fyrir Boro. Maccarone úr víti eftir klaufalegt brot hjá David Seaman og Michael Ricketts skorar langþráð mark.

Endilega segið ykkar skoðanir á leikjunum og spáið fyrir um úrslitin o.s.frv. Reynum að halda þessu áhugamáli á lífi!

Kveðja,
Gummo55