Enska U-21 landsliðið tapaði fyrir Spánverjum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0 og er það stærsta tap enska U-21 liðsins á heimavelli fyrr og síðar. Liðið sem virkaði sterkt á pappírnum sá aldrei til sólar.
Sven Göran Eriksson þjálfari A-landsliðsins var að sjálfsögðu á vellinum enda duglegur að mæta á hina ýmsu leiki.
A-landslið þjóðanna mætast á Villa Park í kvöld. Eriksson hlakkar mikið til leiksins gegn Spánverjum í kvöld og segist meira að segja ætla að læra þjóðsönginn. “Gæði leikmanna hér á Englandi er í hæsta flokki og ég sé ekki annað en enska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir höndum.” sagði Eriksson.