Það er eitthvað mikið að fólki sem er enn að tala um atvikið á HM. Það er satt að Beckham varð oft mjög reiður, en eins og allir sem hafa fylgst með fótbolta af einhverju viti undanfarið vita þá hefur það breyst. Ég vil þá sérstaklega benda á leikinn gegn Manchester City í þessu samhengi.
Enskir fjölmiðlar hafa lofað hátterni hans á vellinum á þessu tímabili og þeir einu sem eru enn að kvarta eru einhverjir pirraðir andstæðingar United.
En þú veist líklega betur en 2 þjálfarar af landsliðskaliber þannig að ég ætti kannski ekki að ræða um þetta við þig eða hvað?
Pffffffffff….. reyndu að ræða um fótbolta af einhverju viti í framtíðinni en ekki rugla í pirringi þar sem þú blótar fótboltamönnunum sem þú ræðir um….
Síðan getur verið gott að koma með eitthvað annað en eitt algjörlega uppblásið atvik sem gerðist fyrir mörgum árum sem rök gegn einhverju í nútímanum. Aðstæður breytast og menn þroskast á þeim tíma. Ég minni einnig á að það var Beckham að þakka að þeir komust í þennan örlagaríka leik.