Er Eiður Smári orðinn betri leikmaður en Ásgeir Sigurvinson?
Mitt álit er NEI(bara mín skoðun)
Eiður er frábær leikmaður. Hann er með góða boltatækni og leikskilning sem þarf til að vera góður sóknarmaður, Reyndar er hann meira í að spila samherjana uppi en það er nauðsynlegt líka( t.d gengi aldrei að hafa tvo Owen eða tvo Rvn saman frammi). En málið er að Ásgeir var klassa leikmaður(heimsklassa) hann var lykilmaður í sýnu liði og fyrirliði, Hann var með frábæra skot- og sendingartækni og vinnusamur mjög.
Hann var á tímabili líkt við Pele af þýskum fjölmiðlum(Pele var reyndar í klassa yfir aðra) og þjálfari þýskalands sagði að ef hann myndi breytta um ríkisfang þá myndi hann eiga fast sæti í þýskalandsliðinu.
Árið 1984 var hann valinn Leikmaður Þýskalands af leikmönnum og Stuttgart varð meistari(hann fyrirliði, auðvita).
Ef Eiður myndi fara frá Chelsea haldiði að liðið myndi lenda í miklum vandræðum eða kannski ætti ég að orða þetta öðruvísi er Eiður ómisandi fyrir Chelsea?
Mín skoðun er að Ásgeir er kóngurinn og Eiður á en langt í land með að ná honum. Reyndar á Eiður nó eftir af fótbolta árum svo hver veit?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt