Ronaldo til Arsenal
Ronaldo óánægður hjá Real Marid
Einn besti knattspyrnumaður heims Ronaldo, framherji Real Madrid hefur staðfest að hann sé óánægður með hve mikið Carlos Queiros skiptir honum út af. Þá hefur forseti Inter Massimo Moratti sagt að ekkert sé ómögulegt hvað varðar endurkoma hans til Ítalíu!
Ronaldo hefur verið skipt útaf í 9 af 11 leikjum á tímabilinu og hann er óánægður með að spila ekki alltaf allar 90. mínúturnar. “Ég get ekki sagt neitt vegna þess að það er þjálfarinn sem ræður. En ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með að vera skipt útaf. Hvað sem því líður verð ég að taka þessu vegna þess að ég á ekki annarra kosta völ en ég vil koma því á framfæri að eins og allir leikmenn vil ég spila þangað til leikurinn er búinn.”
Þetta er í fyrsta skiptið sem Ronaldo kvartar frá því að hann kom til Real Madrid sumarið 2002 frá Inter. Ronaldo segir að hann elski ennþá Interog segir að það, sé möguelii að hann snúi aftur nú þar sem Hector Cuper er farinn úr stjórastöðunni. Massimo Moratti forseti Inter leyndi ekki aðdáun sína á Ronaldo og neitaði að útiloka möguleikann á að fá brasilíumanninn snjalla aftur á San Siro. ronaldo er mikið að hugsa um england og er hann að spá í Arsenal.