Hérna ætla ég að segja frá hvenær Manchester United var sterkast og tala um þau kaup sem að þjálfarinn Alex Ferguson hefur verið að gera.

Oki mér finnst gamla Manchester liðið hafa staðið seig langbest. Þá var uppstillingin svona.

————–Schmeichel————-

G. Neville—Stam—Johnsen—Irvin/P. Neville

Beckham—Keane—Butt/Scholes—Giggs

– –York/Sheringham—Cole/Solskjaer—-

Svona var sú uppstilling en núna hefur hún breyst mjög mikið og af þessum leikmönnum hefur Ferguson selt Schmeichel, Stam, Johnsen, Irvin, Beckham, York, Sheringham, Cole og Solskaer og þá eru bara eftir Garry og Phil Neville, Keane, Butt, Scholes og Giggs sv Ferguson hefur selt meira en helminginn. En í staðinn hefur hann keypt leikmenn eins og Nistelrooy, C. Ronaldo, Forlan, Fortune, O´Shea og marga fleirri. svo hefur hann keypt fullt af leikmönnum eins og einhverja unga sem hann notar ekki mikið og margir hafa aldrei heyrt um.

Núna er uppstillingin einhvern veigin svona(gæti verið að ég geri einhverjar villur útaf því að ég hef ekki verið mikið af fylgjast með enska boltanum undanfarið en ef það gerist þá biðst ég velvirðinga á því).

——————–Tim Howard——————-

—G. Neville—Ferdinand—P.Neville—O´Shea—(Man ekki alveg varnarlínuna)

—Ronaldo—Keane—Scholes/Forlan— Giggs—

—Solskaer/Forlan—Nistelrooy—

Svo geti verið einhverjir fleirri og ég er ekki alveg viss hvort að þetta er rétt uppstilling en ekki vera með neitt skítkast ef þetta er vitlaust.

Manchester er líka alltaf að skipta um markmenn og markmenn senm hafa komið á eftir Schmeichel eru Bosnich(man ekki alveg hvernig þetta var skrifað), Svo nnotuðu þeir mikið Vander Gough eða hvað sem hann hét sem var varmarkmaður, Barthez og svo kom Tim Howard. Það var enginn meira en eina leiktíð minnir mig.

Núna vil ég vita hvor uppstillingin þér finnst betri og hvaða markmaður er bestur af þeim sem Manchester hefur verið með, hjá mér er það hann Schmeichel en hvað finnst þér?

Kveðja Birki