Ferguson hefur gengið lengra en flestir aðrir knattpsyrnustjórar.Ný bók sem Michael “Ned” Kelly, fyrrum öryggisstjóra Man.Utd sýnir ekki fagra mynd af stjórnarháttum á Old Trafford. Man.Utd reyndi að banna útgáfu bókarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði.

Kelly segir að margt sem hann var látinn gera hafi ekki verið félaginu til sóma. Hann var látinn njósna um David Beckham til að fylgjast með hvað hann gerði í frítíma sínum. Þá fylgdist hann náið með Wes Brown en Alex ferguson taldi leikmanninn unga vera í slæmum félagsskap.

Alex Ferguson mun hafa stjórnað störfum Kellys og segir Kelly að hann hafi verið ansi ofstækisfullur. Ferguson taldi meðal annars að það væri verið að njósna um hann og lét leita að földum mikrófónum á heimili sínu.
Þá er haft eftir Kelly að Man.Utd hafi vitað um kókaínfíkn Mark Bosnich og hafi losað sig við hann áður en upp komst upp fíknina opinberlega.

Ferguson hafði um tíma áhuga á Chris Sutton sem nú leikur með Glasgow Celtic og var Kelly látinn fylgjast með honum í tvær vikur. Fleiri en einn komu að njósnunum á Sutton og gaf gengið skýrslu um hagi Suttons til Ferguson. Reyndar varð aldrei neitt af kaupum á Sutton til Man.Utd.

Kelly segir að undir lokin á störfum hans fyrir félagið hafði hann tekið þátt í ýmsu misgóðu eins og að elta leikmenn, leita að földum míkrófónum og jafnvel stöðva hópkynlífspartí.


Heimild: Gras.is