Í þessari grein ætla ég að lýsa yfir óánægju minni á Ruud Van Nistelrooy sem leikur fyrir Manchester United sem er uppáhaldsfélegið mitt á Englandi.

Fyrst þegar að Nistelrooy byrjaði hjá Manchester dýrkaði ég hann, hann skoraði öll mörkin og stóð sig mjög vel. En núna hefur þetta breyst, hann er ennþá í byrjunarliðinu, hann er alltaf klúðrandi vítum sem Manchester fær og nýtir ekki færin sem hann fær. Mér finnst hann vera allt of ofmetinn. Eina ástæðan af því að hann skorar mörk er út af því að hann hengur frammi allan tímann og það eina sem hann gerir er að bíða eftir boltanum upp við línuna og pota honum inn sem tekst ekkert hjá honum í hvert sinn.

Það er ekki bara hann sem er ofmetinn heldur flestir aðrir sóknarmenn. Hefur þú tekið eftir því að það eru oftast sóknarmenn sem vinna titla eins og besti leikmaður ársins og þannig. Það er út af því að þeira hanga frammi fá boltann og þeir skora, mér finnst vera alveg jafn mikilvægt þegar að markmenn verja skot eða ef að varnarmenn stoppi hættulegar sóknir. Það sem ég er að segja er að sumir sjá bara hverjir skora mörkin og það eru oftast sóknarmenn. En varnarmenn nýta stundum sóknarfærin betur heldur en sóknarmennirnir sjálfir, sko sóknarmenn eru alltaf að fá boltann og skora kannski tvö mörk í leik en varnarmenn eru heppnir ef þeir fá kannski eitt færi í leik og ekki næstum því jafn miklar líkar að varnarmenn skori heldur en sóknarmenn. Þetta er það sem sumir sjá ekki.

Kveðja Birki