Uppáhaldsleikmaðurinn minn í ensku deildinni er eða var réttara sagt David Beckham en hann er núna farinn frá Manchester og er ekki ennþá í ensku deldinni. Ég hef dýrkað Beckham síðan ég var pínku lítill, ég átti Manchester United treyjur með nafninu hans aftan á, ég átti plaköt af honum og málaði herbergið mitt rautt og hvít og lét svona Manchester borða á vegginn og keypti Manchester rúmföt og gardínur svo að allt herbergið mitt var Manchester. Allt þetta er ennþá í herberginu, en ég ætla að mála það í vor en samt að halda gardínunum og rúmfötunum. Ég byrjaði eiginlega bara að halda með Manchester útaf og Beckham. Stundum greiddi ég mér eins og hann en núna mundi ég aldrei gera það því ég er ekki alveg að fíla hárgreiðsluna hans jafnmikið og fótboltatækni hans. Ég var ekki bara aðdáandi David Beckham heldur líka öllu Manchester United liðinu, til dæmis það að ég keypti allt liðið af svona litlum fótbolta köllum með stóra hausa sem kostuðu samtals svona þrjátíu þúsund krónur. En það er sind og skömm að David Beckham sé farinn frá Manchester.
Kveðja Birki