Heimasíða enska úrvalsdeildarliðsins Bolton Wanderers greinir frá því í gær að íslenski landsliðsframherjinn úr KR, Veigar Páll Gunnarsson, muni fara til félagsins í næsta mánuði til æfinga. Sagt er frá því að Veigar Páll sé samningslaus og vonist til þess að komast á samning hjá erlendu félagi á næstunni. Guðni Bergsson, fyrrum leikmaður Bolton og íslenska landsliðsins, stendur á bak við för Veigars Páls og segir Guðni að honum þyki Veigar Páll vera spennandi leikmaður.
“Ég tel það vera spennandi kost fyrir Bolton og Veigar að hann fái tækifæri á æfingum með liðinu og þar getur hann látið ljós sitt skína og kannski verður samið við hann. Það væri einnig gaman ef íslenskur leikmaður myndi leika með Bolton á ný,” segir Guðni á heimasíðu félagsins.

Veiga er 23 ára gamall og hefur leikið 12 leiki í Landsbankadeildinni með KR til þessa og skorað í þeim 7 mörk og verið maðurinn á bak við fjölmörg mörk Íslandsmeistaraliðsins. Veigar lék með Stjörnunni í efstu deild áður en hann fór til Strömsgodset í Noregi sem atvinnumaður í lok leiktíðarinnar árið 2000. Veigar náði ekki að festa sig í sessi hjá norska liðinu vegna meiðsla og hóf að leika með KR á síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu tvö s.l. ár.

heimildir www.mbl.is
<br><br>———————————————
kærlig hilsen, Ripp :o)
———————————————
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch