Þessi grein er C/P en mér er sama. látið álit ykkar bara í ljós


Hugsanleg leikmannakaup Man.Utd
Heimasíða Manchester United klúbbsins er með í dag góða frétt af hugsanlegum leikmannakaupum hjá félaginu.Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að brydda upp á nýjum leikmönnum til þess að tengja við Manchester United seinustu daga.

Sir Alex Ferguson er sagður vera að leita sér að sókndjörfum hægri bakverði og í því skyni gæti hinn 27 ára gamli Michel Salgado hjá Real Madrid komið til greinar. Forsvarsmenn Real neituðu að framlengja samning Salgado og hækka laun hans á seinustu leik´tið og sagt er að mörg evrópsk stórlið hafi sent inn tilboð, þ.m.t. Manchester United og Arsenal.

United er sagt hafa sent inn fyrirspurn um sóknartengilliðinn Deco, leikmann Porto. Áður hefa Paris SG og Barcelona sent inn tilboð upp á 10 milljónir punda, en portúgalska félagið vill fá 20 milljónir.
“Manchester United vilja gjarnan ná í hann, en tíminn er ekki sá rétti,” er haft eftir heimildarmanni nákomnum Deco.
“Porto vilja hafa hann í Evrópukeppnina í vetur og það er undir félaginu komið, ekki leikmanninum.”
“Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir félagið og stuðningsmennina, en hann myndi bara íhuga að skipta yfir í stærra félag eins og t.d. Manchester.”

Bresku blöðin Daily Star og The Sun segja að Newcastle og Manchester United hafi áhuga á að kaupa Alan Smith af Leeds. Smith er sagður óánægður á Elland Road, en hann er metinn á um 9 milljónir punda.

Roberto Ayala, varnarmaður Valencia, hefur gefið það til kynna að hann sé reiðubúinn að fara til Manchester United, en hann hafnaði nýverið tilboði um að ganga til liðs við Liverpool.

“Ég hafnaði Liverpool því ef ég fer frá Valencia þá vil ég fara til stærra félags. Manchester United er öðruvísi, það er félag af þeirri stærðargráðu sem ég hef áhuga á. Það yrði nær ómögulegt að hafna tilboði frá þeim - ég held að mér myndi ganga vel þar,” sagði Ayala í samtali við Sunday Mirror.

Annar varnarmaður sem spilar á Spáni, Carles Puyol, hefur einnig lýst yfir áhuga sínum á að fara til United.
“Þetta snýst ekki lengur bara um tækni og mörk.”

“Varnarmenn skipta líka máli. Og þegar við þurfum að láta finna fyrir okkur þá gerum við það. Ég myndi koma með það hugarfar til United.”

“Ég er fjölhæfur leikmaður bæði með landsliðinu og félagsliðinu - þess vegna er ég áhugaverður kostur fyrir þjáflara.”
“Það hlýtur að vera stórkostlegt að spila í ensku deildinni og fyrir United og einstakt tækifæri fyrir hvaða leikmann sem er.”

“Ég veit um menn sem myndu jafnvel borga fyrir það tækifæri.Ég tel það heiður að vera orðaður við United. Það fyllir mann stolti að vera hrósað af manni eins og Ferguson.”

“En ég er ekkert að klikkast. Barcelona er ekki í Meistaradeildinni í vetur, en þeir eru betra lið heldur en mörg önnur sem verða með.”

Heitasta fréttin í dag hlýtur þó að vera meintur áhugi Manchester United á hinum bráðefnilega Bandaríkjamanni, Freddy Adu, sem er einungis 14 ára gamall.

U-17 ára lið United fékk að kenna á guttanum í æfingaleik um daginn þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-1 sigri bandaríska U-17 ára landsliðsins á United. Útsendarar frá Man. Utd. voru staddir í Lahiti í Finnlandi á fimmtudag, þar sem heimsmeistaramót U-17 ára landsliða stendur nú yfir, þar sem Adu skoraði þrennu í 6-1 sigri á Suður-Kóreu.

Sir Alex Ferguson er sagður hafa haft samband við móður Adu, Emeliu, sem hefur þegar hafnað tilboði Inter Milan.

“Öll bestu atvinnumannalið heims eru með útsendara á þessu móti,” sagði Richard Motzkin, umboðsmaður Adu.

“Félögin vilja fá leikmennina til sín unga. Þetta er yngsta keppnin sinnar tegundar og það verður vel sótt af leikmannanjósnurum, umboðsmönnum og forsvarsmönnum félaga.”
Líklegt er talið að Motzkin eigi eftir að ræða við nokkur félög í þessari viku.

Jonathan Spector, annar leikmaður U-17 ára landsliðsins bandaríska, gekk í sumar til liðs við United og miðjumaðurinn Danny Szetela, næst yngsti leikmaðurinn í hópnum, er einnig sagður vera undir smásjá United.
Samstarfssamningur United við bandaríska íþróttavörurisann Nike gæti líka hjálpað til við að landa Adu, en hann hitti Sir Alex Ferguson í höfuðstöðvum Nike á æfingaferð Manchester United um Bandaríkin í seinasta mánuði. Samningur Adu við Nike er metinn á um eina milljón dollara.

Samkvæmt reglum ensku deildarinnar gæti Adu einungis komist inn í unglingaakdaemíu United og skrifað síðan undir atvinnumannasamning 17 ára.

“Það er ekki víst að hann vilji rífa sig upp, og það gæti verið að hann þroskist meira á því að vera um kyrrt,” er haft eftir heimildarmanni frá United.

Breskar atvinnuleyfisreglur gætu einnig þvælst fyrir Adu sem þyrfti helst að vera orðinn landsliðsmaður áður en hann færi til United, en Bruce Arena, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefur látið hafa það eftir sér að Adu gæti leikið sinn fyrsta landsleiki áður en hann verður 16 ára.

“Freddy var á Carrington í seinstu viku og ég held að allir strákar á hans aldri hljóti að hrífast af slíkum aðstæðum,” sagði Peter Kenyon, forstjóri Manchester United.

“Við vitum að leikmönnum líkar vel við hann og strákar á hans aldri vilja fara til liða sem gefa ungum leikmmönnum tækifæri, og Manchester United er líklega besta liðið í heiminum til þess. Við erum þegar komnir af stað með áform um að kaupa leikmenn eftir þrjú, fjögur, kannski fimm ár.”

Þá hefur United boðið hinum 18 ára gamla bandaríska framherja, Kenny Cooper yngri, sem er um 190 sm á hæð, samning upp á eina milljón dollara á ári. Cooper, sem á að hefja nám við SMU framhaldsskólann í næsta mánuð, einn af þeim bestu í Bandaríkjunum, hefur verið boðinn 3ja ára samningur við United eftir að hafa æft með liðinu á æfingaferðinni í seinasta mánuði.

“Þetta verður ekki auðveld ákvörðun. En mig hefur alltaf dreymt um að komast í atvinnumennsku og það er ótrúlegt að fá tilboð frá Manchester United.”