Af hverju eru Arsenal mennirnir svona grófir? Þegar Jeffers var rekinn útaf um daginn þá var talað um að hann væri fimmtugasti maðurinn í tíð Wenger sem væri rekinn útaf. Og í sama leik hefði Cole líka átt að fara útaf (allavega miðað við það að Scholes fékk gult spjald fyrir mjög svipað brot og Cole var þegar kominn með eitt).
Í leiknum á móti ManUtd(sem er eini nýlegi leikurinn með Arsenal sem ég hef séð, svo ég nota hann til viðmiðunar) fannst mér þeir á tíðum fara meira í manninn heldur en boltann(og ég er ekkert bara að tala um lélegar tímasetningar á tæklingum, bara svona yfir höfuð).
Ég er ManUtd manneskja og eru þetta bara vangaveltur mínar. Mér þætti gaman ef einhver hefði einhverja hugmynd/ástæðu sem hann/hún gæti nefnt mér fyrir af hverju þetta lið fær svona miklu fleiri rauð spjöld en önnur lið?<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?
<b>S-x is like bridge: If you don't have a good partner, you better have a good hand. </
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?