Chelsea hafa staðfest að þeir hafa samþykkt kaupverð við ítalska félagið Parma fyrir Rúmeníska framherjan Adrian Mutu.
Félagið munu nú hefja samningaviðræðður við leikmanninn, sem er 24 ára gammall. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum mun Mutu kosta Chelsea 15,8 milljónir punda og er búist við að hann skrifi undir 5 ára samning við Lundúnafélagið. Ef Mutu gengur til liðs við félagið þá hefur Roman Abramovich eytt meira en 75 milljónum punda síðan hann keypti félagið 1.júlí seinastliðinn.
Í yfirlýsingu frá Chelsea segir: "Chelsea og Parma hafa í dag sammþykkt kaupverð á Rúmenska landsliðsmanninum Adrian Mutu. Viðræður munu nú hefjast hjá Chelsea og leikmanninum.
Mutu sjálfur sagði í viðtali við ítalska fjölmiðla að hann hafi talað við Dan Petrescu um klúbbinn og hann hafi sagt að klúbburinn væri góður á allan hátt og ég gat ekki neitað tilboðinu sem þeir buðu mér.
Mutu átti frábært tímabil í fyrra eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Verona. Hann myndaði eitraðan sóknardútt með Adriano og Mutu skoraði 17 mörk og Adriano 16.
Mér finnst hann Abramovich orðinn svolítið klikk og bara kaupir og kaupir, hann getur ekki keypt velgengnina. Það þarf fyrst að þjappa liðið saman.