Ég var að horfa á líka þennan fína leik í dag, Parma Roma og í hálfleik var staðan 1-0 fyrir Parma (fagnaðarlæti mín voru rosaleg þegar Di Vaio skoraði!) Ég þurfti að hneppa öðrum hnöppum í hálfleik þannig að ég hætti að horfa og vonaði það besta. En aðeins örfáum mínútum eftir að ég settist aftur við skjáinn jafnaði Batistuta og skömmu seinna kom helvítið Roma yfir!
Að sögn áttu Roma seinni hálfleikinn en engu að síður var ég vona að þetta væri upphafið að sigurgöngu Parma, það hefði verið frábært að vinna efsta liðið í deildinni!
Við skulum bara vona að Parma séu að hrökkva í gang og sigur vinnist í næsta leik!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _