Sælt gott fólk!
Ég ætla að benda á það áður en einhverjir koma með skítkast að ég er hvorki Man. Utd. maður né Arsenal maður.
Ég er á þeirri skoðun að þetta ár verður baráttan milli 4 liða um titilinn. Það eru: Man. Utd., Arsenal, Newcastle og Chelsea ef til vill þá gætu Liverpool blandað sér í baráttuna en ég held að þeir hafi ekki það sem þarf.
Eftir að horft á nokkra æfingaleiki með Man. Utd. þá verð ég að segja að þeir hafa verið að spila frábærlega og það má segja að það sé ekki veikur hlekkur í liðinu. Tim Howard hefdur verið hreint útsagt stórkostlegur og er stjarna sem á eftir að láta að sér kveða í vetur. Ef þið sáuð leikinn gegn Barca og hvernig hann varði aukaspyrnuna, þá vitið þið hvað ég er að tala um. Vörnin er nokkuð sterk og síðan er miðjan stórkostleg. Ég held að það verði ekkert vandamál að leysa Beckham af. Ole Gunnar Solskjaer á eftir að blómstra þar. Síðan hefur Diego Forlan komið á óvart og sett mörg mörk og spilað mjög vel.
Ég er einn af þeim sem þoli ekki Man. Utd. en ég verð að viðurkenna þrátt fyrir brotthvarf Beckham þá verða þeir með besta liðið í deildinni. Aukaspyrnurnar og hornin verða ekkert vandmál með þá Juan Seba Veron og Ryan Giggs til taks. Veron spilaði stórkostlega gegn Juventus og sýndi að þarna er á ferð frábær knattspyrnumaður. Þeir eru einnig með þrjá baráttu jaxla á miðjunni og þar verður hörku samkeppni um stöður. Barthez verður að leggja ansi hart á sig ef hann ætlar sér að vinna sæti sitt í liðinu, en ég sé það ekki gerast miðað við hvernig Howard er að spila.
Ég er því ansi hræddur um að annar meistaratitill bætist við í safnið hjá þeim rauðu.
Kveðja, vassel.