Einn lélegasti framherjinn sem nokkurn tímann hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni er nú kominn í vandræði. Ade sem varð frægur fyrir þann fjölda færa sem hann náði að klúðra þegar auðveldara var að setja boltann í netið er nú á mála hjá Crystal Palace. Hann hefur nú verið beðinn um að æfa með varaliði klúbbsins og fær ekki að fara í æfingaferð til Spánar með stóru strákunum.
Ade verður því látinn rotna í varaliðsleikjum líkt og Árni Gautur hjá Rosenborg enda horfa fáir á þá.
Stoke-liðar hafa víst áhuga á leikmanninum eftir að hann bjargaði þeim frá falli þegar hann var þar í láni á síðasta tímabili en launakröfur framherjans eru víst það gríðarlega að loku var skotið fyrir það. Þessar sömu launakröfur gera leikmanninum (líkamlega)sterka einnig erfitt fyrir að vera lánaður hingað og þangað.
Stjórnandi á