Stjórnandi á
Chelsea á eftir Edgar Davids?
Sumir ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi gert tilboð upp á 11.5 milljónir punda i hollenska landsliðsmanninn Edgar Davids. Juventus neitaði tilboðinu samkvæmt fréttum og vilja fá 18 milljónir punda fyrir hann. Claudio Ranieri vildi hvorki játa né neita þessu. “Þið verðið að spyrja Moggi.” sagði hann og meinti þá Luciano Moggi hjá Juventus. Ranieri sagði einnig að nýji rússneski eigandi Chelsea hefði trú á sér og ætlaði að hafa hann enn við stjórnvölinn.