“Eric Djemba-Djemba orðinn leikmaður Manchester United
Manchester United tilkynnti í dag að það hafi komist að samkomulagi við FC Nantes um kaupin á Eric Djemba-Djemba, kaupverðið er um 3.5M punda en gæti farið í 4.2M ef hann nær að leika tiltekinn fjölda leikja með félaginu.
Djemba-Djemba hefur skrifað undir 5 ára samning.
Eric Djemba-Djemba: ”Þetta er stolt stund fyrir mig, síðan ég var unglingur hefur það verið draumur minn að spila fyrir Manchester United. Ég er hingað kominn til að læra og leggja hart að mér, ég get ekki beðið eftir að tímabilið hefjist.“
Sir Alex Ferguson: ”Eric er ungur leikmaður sem við fylgdumst með síðastliðið tímabil, og hann heillaði okkur í hvert sinn með skilningi sínum á leiknum. Hann er fljótur, aggressívur og með góðar sendingar, hann er líka mikill íþróttamaður og hentar okkur því vel. Á síðastliðnum mánuðum hefur hann sýnt þroska sinn í leik með góðu landsliði Kamerún, og hann lítur út eins og Manchester United leikmaður á allan hátt.“ ”
Svo var ég að heyra að Eric Cantona væri orðinn aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson. En ég sel það samt ekki dýrara en ég keypti það, hef hvergi séð það á netinu.
Ein spurning, hvort myndiru frekar vilja sjá Ronaldinho eða Kluivert(ef þú yrðir að velja milli þeirra tveggja) koma til ManUtd og af hverju?
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?