Ég er búinn að komast að því að greinarnar inn á fótbolta áhugamálunum eru rosalega stuttar eins og engin vinna hafi verið lögð í þær. Eins og þær hafi verið hripaðar niður í hvelli og svo sendar inn. Hvernig væri að leggja aðeins meiri vinnu í greinarnar. Reyna að hafa smá vinnu í greinunum eins og er einkennandi á tónlistar áhugamálunum. Þar eru greinarnar vel skrifaðar og í hæfilegri lengd. Sem dæmi um stuttar greinar eru greinarnar: Marc-Vivien Foe eftir geithafur,
Arsenal >NEITAR og Englendingar detta um eitt sæti eftir Shitto.
Einnig eru Greinar sem að fjalla um einstaka leiki oft mjög stuttar og hreinlega leiðinlegar vegna þess að þær eru nánast svona:

Þróttur-ÍBV

2-0 fyrir Þrótti.
Björgólfur Takefusa með bæði mörk Þróttara.


Til þess að gera greinarnar um einstaka leiki betri væri hægt að kíkja í moggan og þá væri hægt að hafa upplýsingar um fjölda áhorfenda, hver dómari leiksins var, byrjunar liðin og skiptingarnar.

Smá tips.

Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.