Í kvöld, klukkan rúmlega 19:15 stíga leikmenn KR og
Grindarvíkur á KR völlinn. Grindarvík hefur ekki staðist undir
væntingum og nú þegar stjarna liðsins, Lee Sharp er fjarri lítur
þessi leikur illa út fyrir þá.
Hins vegar hefur KR ekki verið að spila neinn glimrandi bolta í
ár, og eru Sigurvin Ólafsson, Arnar Gunnlaugson og Veigar
Páll ólíklegir til að taka þátt í kvöld. Engu að síður hafa
KRingar spilað ágætis bolta síðustu tvo leikina sína og voru
þeir óheppnir að fá á sig seinna mark Fylkis, sem kom eftir að
komnar voru nokkrar mínútur yfir venjulegan leiktíma.
Það verður spennandi að sjá hvernig leikurinn fer í kvöld þar
sem Grindarvík er undir pressunni að halda sér frá
fallbaráttunni, og KRingar reynda að halda sér í
toppbaráttunni á móti Fylki og FH.
Ég hvet alla að mæta á völlinn í kvöld,
Takk fyrir.