Núna þar sem umfjöllun er mest um væntanleg kaup Manchester United á brasilíska leikmanninum Ronaldinho langaði mér að skrifa stuttlega um þennan knattspyrnusnilling. Ronaldinho fæddist í Brasilíu 21. mars 1980 og er sem sagt 23 ára gamall. Hann fæddist í borginni Porto Alegre. Hann er 180 cm á hæð og vegur 76 kg. Hann hóf feril sinn hjá brasilíska liðinu Gremio og frá Gremio fór hann til Frakklands og spilar hann nú fyrir liðið Paris-SG. Paris-SG keypti Ronaldinho fyrir metfé sem greitt hafði verið fyrir leikmann sem var nánast á táningsaldri. Hann er fastamaður í brasilíska landsliðinu eins og flestir vita og er talað um “Triple R” sem munu þá vera Ronaldo, Rivaldo og Ronaldinho. Þessir leikmenn eru algerir snillingar í knattspyrnu. Ronaldinho skoraði eitt fallegasta mark sem ég hef séð á móti Englandi á HM 2002. Hver man ekki eftir því marki ???
Þetta er kannski ekki sú lengsta grein sem hefur verið send hingað en mig langaði að fjalla stuttlega um þennan leikmann, ekkert að fara ítarlega í hlutina. Það væri gaman að sjá Ronaldinho spila á Englandi og vona ég að hann flytji sig um set og setjist að á Englandi.
Takk fyrir mig og ég vona að þið hafið haft gaman að þessari litlu umfjöllun.
Kv.
Geithafu