neineinei..ég trúi því ekki..ég held að Ronaldinho eigi ekkert eftir að passa þarna inní spilamennsku ManUtd manna..ég hefði frekar viljað sjá Kluivert í staðinn(þar sem hann og Nistelrooy ná vel saman(að sögn Nistelrooy)) svo er hann líka svo viðbjóðslega ljótur!!!(ekki að það skipti mig mál þannig séð, en bara af því að þú sagðir sæti drengurinn)
En þetta er tekið af manutd.is:Ronaldinho svo gott sem kominn.
99,9% líkur á að hann fari til Manchester.
Forráðamenn Manchester United snéru aftur frá Frakklandi eftir viðræður við yfirmenn Paris St-Germain vegna Brasilíumannsins Ronaldinho, nánast þess fullvissir að samningarnir væru nær frágengnir. Breska blaðið The Guardian segir frá því í dag að leikmaðurinn eigi einungis eftir að ræða málin við fjölskyldu sína, en hafi tekið tilboði United um fimm ára samning og fái 3,2 milljónir punda í árslaun.
Peter Kenyon, forstjóri Manchester United, tók sér hlé frá viðræðum um sölu David Beckhams til þess að fljúga til Parísar og reyna að næla Brasilíumanninn. Hann bauð 9 milljónir, og þó forsvarsmenn PSG vildu fá um 12, þá voru Valencia og Juventus ekki reiðubúinn að fara í uppboðslag um Brasilíumanninn.
Sir Alex Ferguson, sem er sem stendur í fríi í suðurhluta Frakklands, var sagt frá tíðindunum og bíður nú eftir staðfestingu frá aðstoðarmönnum Ronaldinho.
Forsvarsmenn PSG viðurkenndu í gærkvöldi að það væri “99,9% öruggt að hann færi til Manchester.”
Útlit er fyrir að árslöng bið sé þá á enda, en forráðamenn United eru sagðir hafa gert atlögu að Ronaldinho fyrir HM í fyrrasumar, en eftir frábæra frammistöðu hans þar hækkaði verðið upp í einar 18 milljónir, en hefur nú lækkað um helming. Stefnt er að því að samningum verði lokið áður en Brasilíumenn hefja þátttöku í Álfukeppninni sem hefst í Frakklandi síðar í þessum mánuði.
<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll? ;)
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?