Lee Bowyer hefur samþykkt tilboð Newcastle en hann var með lausan samning frá West Ham í sumar. Bowyer á eftir að gangast undir læknisskoðun þegar að hann kemur úr sumarfríi og ef hann stenst hana stendur ekkert í vegi hans. Stjórnarformaður Newcastle Freddy Shepherd flaug ásamt Sir Bobby Robson til London til að ganga frá samningunum því að þeir voru hræddir um að missa af honum annars. Talið er að Bowyer fái um 30 þúsund pund í vikulaun eða um 3.6 milljónir Íslenskar. Bowyer mun hinsvegar missa af 6.fyrstu leikjum Newcastle í Meistaradeilinni því að hann á eftir að taka út bann fyrir að traðka á Gerardo leikmanni Malaga þegar að Bowyer var hjá Leeds.
Kveðja kristinn18