Portúgalskaliðið Porto tryggði sér UEFA-bikarinn í gærkvöldi þegar þeir unnu Glasgow Celtic, 3-2, í Sevilla eftir framlengdan leik.
Leikurinn var frekar rólegur framan að og fá marktækifæri hjá báðum liðum en leikmenn Porto voru ívið sterkari og nær að skora. Á 45. mínútu skoraði Porto og það var Vanderlei Derlei sem skoraði það mark en það var ellefta markið hans í keppninni. 1-0 fyrir Porto í hálfleik. Celtic menn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu að jafna metin á 47. mínútu og það var Henrik Larsson sem skoraði með fallegu skallamarki. Porto skoruðu aftur á 54. mínútu og það var Dmitri Alenichev sem skoraði eftir frábæran undirbúning Deco. Aðeins þremur mínútum síðar skoruðu Celtic menn og það var Henrik Larsson sem skoraði aftur og sitt 201 mark með Celtic. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Á 96. mínútu fékk Bobo Balde sitt annað gula spjald og var vísað af leikvelli. Sigurmarkið kom á 115. mínútu þegar Vanderlei Derlei skoraði annað mark sitt í leiknum og tryggði Porto UEFA-bikarinn!
Kveðja kristinn18