Hvað finnst ykkur um þá skoðun að menn séu farnir að líkja ensku deildinni við þá skosku að því leiti að það séu bara tvö lið sem séu alltaf að vinna hana.Persónulega finnst mér ekki hægt að líkja því saman þó að arsenal og man utd séu búin að vinna 11 af síðustu 15 skiftum en rangers og celtic eru búin að vinna síðustu 17 skifti í skotlandi.Eins ber að nefna það að af 104 enskum meisturum þá hafa arsenal og man utd aðeins unnið 28.skifti sem er rétt um 26% vinningshlutfall en í skotlandi hafa rangers og celtic unnið 85 af 104 titlum sem er 82% vinningshlutfall.Eins getum við sett hérna annað sætið svo þið sjáið það líka hjá manutd og arsenal 19.sinnum 18% og hjá rangers og celtic 52.sinnum 50%.Langar bara að heyra skoðanir manna á þessu.
ps:ef við tökum liverpoool inn í þá hafa þessi þrjú lið unnið samtals 46 sinnum eða með 44%vinningshlutfall.