Finnland sigraði Íslendinga 3-0 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem var rétt svo að ljúka í Vantaa í Finnlandi. Staðan var 0-0 í hálfleik en í seinni hálfleik tóku Finnar öll völd á vellinum. Jari Litmanen skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 55. mínútu eftir að boltinn hafði farið í hönd Eiðs Smára eftir hornspyrnu heimamanna. Mikael Forssell bætti svo við öðru marki Finna aðeins tveimur mínútum og Jonatan Johansson kláraði svo dæmið með marki á 78. mínútu. Mikael Forssell komst einn inn fyrir vörn Íslendinga og átti ekki í vandræðum með það að setja boltann í netið. Jonatan Johansson skoraði svo þriðja markið með skoti úr vítateig Íslendinga eftir að varnamenn íslenska liðsins náðu ekki að hreinsa eftir eina af mörgum stórsóknum Finna í leiknum.
Eina alvarlega marktækifæri Íslendinga í síðari hálfleik kom á 86. mínútu þegar Veigar Páll Gunnarsson skallaði knöttinn yfir af markteig.
Kveðja kristinn18
Markið sem Jari Litmanen skoraði var 22. markið hans fyrir Finna en enginn finni hefur náð að skora svona mörg mörk