í hita leiksins eiga knattspyrnulýsendur oft erfitt með að koma orðunum rétt frá sér. Hér eru nokku gullkorn eftir Guðjón Guðmundsson -Gaupa-.

“Velkomin aftur, þá er seinni hálfleikur í leik Arsenal og Chelsea í þann veginn að hefjast og er staðan 0-1 fyrir Tottenham”

“Þetta er snyrtilega gert. Þetta eru snyrtileg tilþrif. Þetta er snyrtilegur leikmaður”

“Enn ein hornspyrnan á sama stað”

“Þetta er skrýtin uppstilling hjá þjálfaranum. Hann lætur byrjunarliðið byrja útaf”

“Ronald De Boer er með boltann, en hann er einmitt tvíburabróðir Frank De Boer. Þeir eiga afmæli sama dag”

“Patrick Vieira leikur nú aftur með Arsenal. Hann er búinn að jafna sig eftir leikbann”

“Og nú hefst seinni hálfleikurinn allur”

“Hann verður að fara af velli. Hann getur ekki stigið í hnéið”

“Manchester United er að vinna sinn þriðja meistaratitil í röð og það á jafn mörgum árum”


Síðasta setningin er örugglega sú albesta frá upphafi íþróttalýsinga!


Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem Dwight Yorke er tekinn aftan frá.!!

Sagt eftir að leikmaður hafði komið aftan að Yorke og brotið illa á honum!.

Kv. peqoz
“We are brothers from different mothers”