Til þess að geta svona lokað þessari umræðu þá ætla ég bara að segja það sem löggildur dómari (og þar með hlutlaus aðili) sagði á fotbolti.net
RvN var kominn einn inn fyrir vörn Liverpool og Hyypia gat ekki stöðvað hann nema brjóta á honum.
Það sáu allir að þetta var pott þétt brot hjá Hyypia. Hann bæði togaði RvN niður og sparkaði einnig aftan í hann.
Þar með eyðilagði Hyypia (fullkomnlega ólöglega) augljóst marktækifæri.
Í knattspyrnureglum segir til um að ef leikmaður rænir augljóst marktækifæri frá andstæðingnum með því að brjóta á honum þá verðskuldar það rautt spjald og víti.
Í leikum Everton vs. Newcastle þegar Johnathan Woodgate braut á Kevin Campbell þá var Campbell ekki kominn framhjá Woodgate og gat það ekki talist sem augljóst marktækifæri (sjá reglu fyrir ofan) og þá gat það ekki talist lögmætt að reka manninn útaf.
Þetta er í reglunum, Hyypia átti að fá að vera rekinn útaf.
Seinna vítið var einnig víti (ef það var innan teigs) þar sem Biscan sparkaði Scholes niður. Það má hins vegar deila um það hvort brotið hafi verið inn í teig eða ekki.