,,Ég myndi nú skammast mín ef Man Utd tapaði með fjórum mörkum gegn engu fyrir Liverpool einum færri. Liverpool áttu ekki einu sinni skot á markið."
Að sjálfsögðu skammast maður sín eftir þennan leik, en samt alls ekki eins mikið og tölurnar gefa til kynna. Ég er ekki tapsár og ég ætla ekki að afsaka tapið með einu eða neinu. Ég get viðurkennt að United átti þennan sigur skilinn vegna þess að þeir voru einfaldlega betri. En eina ástæðan fyrir því að United var betri, var vegna þess að Hyypia var rekinn útaf, leikurinn hefði spilast allt öðruvísi hefði hann ekki fengið rauða spjaldið. Það eru allir sammála um.
Ástæðan fyrir því að Liverpool átti ekki skot á markið (þ.e.a.s. rammann, þeir áttu um 8-9 skot á markið) er einfaldlega sú að Baros var tekinn útaf og þar með var Heskey einn frammi, og hann gæti ekki skorað mark þó boltinn væri í markinu.
Eftir tvö víti, einum færri, með hálfgert varalið, var Liverpool einfaldlega búið að gefast upp, eftir annars ágæta baráttu. Fyrra vítið var rétt, þó ég hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu, en seinna vítið var mjög vafasamt og varla verið dæmt nema á Old Trafford, endar er dómarinn víst búinn að dæma einhver 6 víti í 4 leikjum á þeim leikvangi.